hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju, ég bara spyr?
Ég er ekkert pirruð, neinie, kl.er bara tíu og ég er komin upp í rúm og í verkfall yfir bókunum sem ég held engri einbeitningu yfir og SKYPIÐ CHRASAÐI!!!
sorgaratburðurinn gerðist um kvöldmat og ég er formlega miður mín...
mér líður eins og cyberkærastinn minn hafi hætt með mér með því að eyðileggja skypið mitt og þar með einn af aðalsamskipta mátum okkar...
ekki langt í samsærikenningarnar...
svo eru allir vinir mínir í útlöndum búinir að vera að senda mér sms í kvöld NEMA sá sem ég er að BÍÐA eftir smsi frá!!
afhverju ákvað heimurinn að vera á móti mér í dag?
fór í göngutúr og ég get svo svarið fyrir það að kom hagl bara á mig... úr öllum vindáttum þannig það flaug upp í nef, inn í eyru og á kinnarnar...
í pirringi mínum fór ég að spá í pirrandi hlutum í stærra samhengi eins og afhverju Bandaríkin eru ekki löngu búinn taka til í Afríku víst að það er svona aðkallandi annars staðar í heiminum? Kannski eru Mugabe og Bush að kúra saman núna og drekka heitt kakó og lesa Hreinsunareld Dantes; ég veit ekki, maður bara spyr sig.....
Ég horfði á Hotel Rwanda og var miður mín; ég las fréttirnar og sagði ææ, vesalings fólkið í Darfur...oh well, skype chrasaði, hvað Á ég að GERA?
ónæmingin og afskiptaleysið er þvílíkt.
"Bush segir erfiði tíma framundan í Írak" No shit Sherlock. Framundan? Er þetta búið að vera bara kósí pikknikk með myndatöku af glöðu fjölskyldunni?
ÉG SKIL EKKI HEIMINN
ÉG SKIL EKKI LÍFIÐ
kannski fyrst og fremst skil ég ekki að ég skilji ekki allt.
ég þoli ekki hvað ég er illa að mér í sögu.... mér finnst eins og öll skólagangan mín sé djók sem snérist um einhverjar einkunnir en ekki skilning efnisins....nú er ég í háskóla og ég stend mig að því sama...læra utanbókar. læra rununa. erfðir,lífenalegt, struktúr. félagslegar kenningar. hvað sagði plató sem newton sagði örðuvísi sem descarte breytti?
i dag er ég pirruð.
það er staðreynd, ekkert klukk kjaftæði. ég er alltaf að koma með einvherjar sögur og staðreyndir.
í dag er ég pirruð.
fyrir ykkur klukksjúku,
ég var ekki pirruð fyrr í dag.....ég vaknaði snemma og samdi fyrsta kaflann í rauðu sögunni minni sem ég er að semja.... ég sendi fyrsta kaflann frekar hráan til ritskoðunar og hef EKKI enn fengið feddback...stuðlar að pirrleika, verð að játa.
ofsóknaræðispælingar fóru á fullt; var hún ömurleg, fannst honum hún glötuð, hefði ég bara aldrei átt að gera hana...
ég anda bara í pappírspokann minn og minni sjálfa mig á að mér finnst hún skemmtileg.
pirruð tónlist sem vonandi nær að losa um vaxandi vöðvabólgu verður sett á og annar kafli fær vonandi að líta dagsins ljós.
ég kveð að sinni, ekki eins pirruð og ég var áðan.
í stíl við fagið sem eg er að nema; uppörvandi komment og sms verða vel þegin á morgun þar sem langur og strangur skóladagur er framundan.
siggadögg
-kannski þarf ég bara að fara í menningarferð?-
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
sigridur anda inn anda ut
eigi skal grata bjorn bonda heldur safna lidi eins og kanin segir
i lovjú beibí :)
mig meira segja dreymdi að fólk var mjög vont við mig...
bestasti kana bróðir minn...
SKYPE er komið í lag og ég er að fara í morgunkaffi með pabba og búin að laga til, fara út með ruslið og fara í sturtu :)
þetta verður góður dagur... I can feel it!
sigga min
SNAP OUT OF IT
love auntie
Ohh I feel ya! Vetrar-pirringurinn hefur rosaleg tök á sálinnni. Maður verður svo neikvæður og allt virðist vera á niðurleið. Og helvítis haglélið gerir mann líka alveg brjálaðan, eins og það sé verið að skjóta á mann með naglabyssu.
En svo gerist eitthvað, kemur einhver ljóstýra í myrkrinu. Og þá er eins og maður geti allt. Be possitive beibí ;)
ekki fra tvi ad systir min se snargedveik
menningarreisur ákveðnar á nóinu eru allra meina bót ;) sérstaklega ef maður á ekki alveg pening fyrir þeim, ekki að vera kaldhæðin :) Ég er minnst pirruð því ég er farin að BÍÐA, MY GOD hvað þetta á eftir að vera löng bið fyrst ég er byrjuð strax...... LOV ÞIG bestasta
eg þakka ykkur hlýhug í minn garð..
mjög vel þegið :)
Skrifa ummæli